Nýtt listaverk við Garðskagavita
Nýtt listaverk eftir myndlistarmanninn Helga Valdimarsson hefur verið sett upp á Garðskaga. Verkið heitir „Kona sjómannsins“ og stendur við byggðasafnið á Garðskaga. Áður hefur verið sett upp verkið „Fjórir vindar“ í Garðinum en það verk sýnir höfuðáttirnar fjórar. Það verk stendur gengt bæjarskrifstofunum í Garði.
Guðmundur Magnússon, kvikmyndagerðarmaður í Garði, hefur tekið saman stutta mynd um verkið og listamanninn.
Myndina má sjá hér að neðan: