Föstudagur 11. júní 2010 kl. 17:20

Nýtt á VF: Gönguleiðir á Reykjanesskaga

VF birtir hér fyrsta þáttinn undir heitinu Gönguleiðir á Reykjanesskaga í vefsjónvarpi Víkurfrétta. Ef undirtektir verða góðar hyggjumst við ráðast í gerð fleiri þátta þar sem teknar verða fyrir ýmsar gönguleiðir á skaganum og fjallað um náttúru hans.
Í þessum fyrsta þætti förum við í gönguferð í Krýsuvík. Ellert Grétarsson, leiðsögumaður og ljósmyndari, leiðir okkur um náttúruperluna Seltún. Þaðan liggur leiðin yfir Sveifluhálsinn sem hefur að geyma áhrifamikið landslag. Ofan af honum er gott útsýni yfir Krýsuvík og víðar. Í þættinum birtast einnig ljósmyndir sem Ellert hefur tekið af svæðinu.


Hér að neðan má sjá uppdrátt af gönguleiðinni. Smelltu hér til að fá stærra kort, hentugra til útprentunar.