Nýleg flugslysaæfing nýttist vel í kvöld
Æfing sem haldin var fyrir hálfum mánuði, þar sem viðbrögð við flugslysi á Keflavíkurflugvelli voru æfð, nýttist viðbragðsaðilum vel í kvöld þegar þota Icelandair kom inn til lendingar eftir að hafa tapað einu hjóli undan vélinni í flugtaki frá Keflavík síðdegis.
Gunnar Stefánsson frá Björgunarsveitinni Suðurnes er sviðsstjóri björgunar- og slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann ræddi við fjölmiðla í Leifsstöð í kvöld eftir að aðgerðum vegna öryggislendingar flugvélarinnar var lokið.