Nýjustu tónarnir hugsaðir í sundlauginni
Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson með útgáfutónleika vegna fyrstu plötu sinnar
Már Gunnarsson heldur veglega útgáfutónleika í Stapa í Reykjanesbæ 12 apríl en hann er að gefa út sína fyrstu hljómplötu. Með honum á sviðinu verður 7 manna hljómsveit aðallega skipuð af færustu hljóðfæraleikurum Póllands sem gera sér ferð til Íslands fyrir þetta tilefni.
Már er ekki bara tónlistarmaður því hann er góður sundmaður og notar tímann í lauginni til að hugsa nýjustu tónana og skipuleggja tónlistarlíf sitt.
Sólborg Guðbrandsdóttir hitti Má í Hljómahöllinni og ræddi við hann um tónleikana og tónlistina.
Már er ekki bara tónlistarmaður því hann er góður sundmaður og notar tímann í lauginni til að hugsa nýjustu tónana og skipuleggja tónlistarlíf sitt.
Sólborg Guðbrandsdóttir hitti Má í Hljómahöllinni og ræddi við hann um tónleikana og tónlistina.