Fimmtudagur 2. júlí 2015 kl. 15:47

Nýjast í Sjónvarpi VF: Tónleikar á tjaldsvæði, sólseturshátíð, björgunarsveitarkrakkar og golf

- sýndur á ÍNN kl. 21.30 og í HD á vf.is

Óvanalegir en skemmtilegir tónleikar Hobbitanna í Sandgerði á tjaldsvæðinu í Sandgerði og sólseturshátíð á Garðskaga er meðal efnis í 25. þætti Sjónvarps Víkurfrétta. Einnig kíkjum við á Kálfatjarnarvöll á Vatnsleysuströnd og ræðum þar við formann golfklúbbsins. Þá förum við á landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem fram fór á Suðurnesjum. Lokum þættinum með myndum af heitustu dróna-myndavélinni sem flýgur um loftin blá.

Skemmtilegur þáttur þar sem fjögur sveitarfélög á Suðurnesjum koma við sögu. Sýndur á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21.30 og endursýndur þar í sólarhring og aftur á sunnudagskvöld og fram á mánudag. Þá er hann aðgengilegur í HD myndgæðum hér á vf.is á YouTube rás Sjónvarps Víkurfrétta.