Nýjar magnaðar myndir af fljúgandi húsþaki - video
Nýtt myndskeið, sem sýnir húsþakið við Austurgötu í Keflavík fjúka út í veður og vind, hefur borist Víkurfréttum. Myndbandið sýnir enn betur hvernig þakið rifnar af húsinu í aftakaveðrinu sem gerði á Suðurnesjum í gær.
Eins og sjá má á myndbandinu fylgist lögreglan með því sem gerist og fer síðan strax og kannar aðstæður handan við húsið þar sem er stórt bifreiðastæði. Þar skemmdust þrjár bifreiðar, auk þess sem hátt grindverk skemmdist þegar þakið lenti á því.
Víkurféttir þakka lesendum fyrir að standa vaktina með blaðinu og hvetur til þess að lesendur sendi okkur myndir og myndskeið þegar það verður vitni að fréttnæmum atburðum.