Nýja gossprungan og hraunáin í ljósaskiptunum
Það er magnað að sjá eldgosið og hraunið í ljósaskiptunum. Jón Hilmarsson hefur séð um að ljósmynda og kvikmynda eldgosið fyrir Víkurfréttir. Hann var við eldstöðina í gærkvöldi og myndaði nýju gossprunguna og hraunið í ljósaskiptunum. Í spilaranum hér að ofan er myndskeið sem Jón tók saman.