Ný slökkvistöð og gamalt þorrablót í Suðurnesjamagasíni
Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja er skoðuð í Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Þar er rætt við Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóra sem fór með sjónvarpsmönnum um nýju stöðina og sagði frá starfseminni.
Við förum einnig í tímaferðalag í þætti vikunnar og skoðum efni frá þorrablóti Keflavíkur frá árinu 2015.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is kl. 19:30 í kvöld, fimmtudagskvöld.