Nóg að gera á heimaslóðum ráðherra
– Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Ragnheiði Elínu á Reykjanesi
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur haft í nógu að snúast á undanförnum misserum. Ferðaþjónustan heyrir undir ráðuneyti Ragnheiðar og þá er nóg að gerast á hennar heimaslóðum í uppbyggingu atvinnulífs.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Ragnheiði ráðherra á Reykjanesi á dögunum.