Njarðvíkurkrakkar þakka Aroni og landsliðinu í flottu myndskeiði
Valur Axel Axelsson formaður nemendafélags Njarðvíkurskóla og Helga Vigdís Thordersen varaformaður eru með hvatningarorð til nemenda í tengslum við lestrarátak Njarðvíkurskóla.
Í myndbankinu eru Valur og Helga með fyrirliðaband Arons Einars frá landsleik Íslands og Rúmeníu 8. október 2020. Þar þakka þau landsliðinu, Aroni fyrirliða, Gylfa og Þorgrími fyrir þetta geggjaða fyrirliðaband sem þau fengu eftir landsleikinn gegn Rúmeníu en þetta er bandið sem Aron var með í leiknum.
Í myndbandinu minna þau Valur og Helga Vigdís á hvað er það sé ótrúlega mikilvægt að lesa og það sé auðvelt að ná sér í bók á bókasafninu og einnig að það sé hægt að fá sér hljóðbók, það sé ekkert síðra.