Níræður strandveiðikappi í fyrsta Suðurnesjamagasíni haustsins
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta er að hefja göngu sína að nýju eftir langt sumarfrí. Við förum rólega af stað inn í haustið. Í þessum þætti eru tvö innslög.
Við skellum okkur á sjóinn með níræðri strandveiðihetju úr Grindavík. Einar Kristinn Haraldsson hefur stundað sjóinn frá 14 ára aldri og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skellti sér á strandveiðar með kappanum á fallegum sumardegi fyrr í sumar.
Í seinni hluta þáttarins sýnum við ykkur svipmyndir frá Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þar blómstraði menningin þrátt fyrir vindasamt veður úti.
Áfram hvetjum við ykkur áhorfendur góðir til að standa með okkur vaktina og láta okkur vita af áhugaverðu efni sem á erindi í Suðurnesjamagasín eða aðra miðla Víkurfrétta.