Netin kjaftfull af fallegum þorski - sjáið magnað myndskeið!
Strákarnir á Erling KE hafa verið í ævintýralegu fiskirýi í Garðsjónum síðustu daga. Þeir fengu um 40 tonn í netinu í gær.
Halldór Halldórsson skipstjóri bjóst við því að koma með um 30 tonn að landi í dag. Aflinn er fallegur þorskur sem er með magann fullan af loðnu.
Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þar sem er verið að draga netin í morgun og þau eru úttroðin af þorski. Þarna má sjá um 500 kílóa skot í netinu.