„Nenni ekki að hætta í körfubolta alveg strax“
„Það vantar allan töffaraskap og einhver læti í liðið en við erum ekki að komast í þann gírinn,“ sagði Guðjón Skúlason eftir tapið gegn KR á miðvikudagskvöld. „Við erum með ákveðið plan sem við ætlum okkur að fylgja en virðumst alltaf falla frá því þegar mest á reynir. Leikurinn er í 40 mínútur, ekki þrjátíu. Við höfum bara einn séns til þess að fá að spila aftur hérna heima og við verðum að nýta hann. Ég nenni ekki að hætta í körfubolta alveg strax,“ sagði Guðjón í viðtali við Víkurfréttir. Viðtalið í heild sinni í Sjónvarpi Víkurfrétta hér að ofan.