Nanna og Brynjar hæstánægð
- Video
Þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson úr hljómsveitinni Of Monsters and Men voru útnefnd „Menn ársins“ á Suðurnesjum af Víkurfréttum fyrir árið 2012. Þau hafa náð ótrúlegum árangri með hljómsveit sinni sem hefur notið gríðarlega vinsælda um allan heim á árinu sem er að líða. Brynjar segir að þau hafi ekki búist við svona mikilli velgegni á árinu 2012.
„Nei, þetta varð allt miklu stærra en nokkur hafði þorað að láta sig dreyma um. Þetta er samt miklu erfiðara en maður bjóst við. Ég hélt að maður gæti sofið til hádegis og slappað af en við þurftum alltaf að vakna klukkan átta,“ segir Brynjar.
Víkurfréttir ræddi við þau Brynjar og Nönnu af þessu tilefni í ítarlegu viðtali sem mun birtast á vf.is innan skamms. Þau tóku einnig lagið fyrir okkur og verður það birt í heild sinni á morgun, föstudag.