Myndskeið: Sjáðu Rauðu örvarnar yfir Keflavíkurflugvelli
Flugsveit Rauðu örvanna kom til Keflavíkurflugvallar í dag á leið sinni frá Bretlandi til Kanada.
Þotur sveitarinnar eru tólf talsins og þær komu í tveimur hópum með um klukkustundar millibili.
Í myndskeiði með fréttinni má sjá fyrri hópinn koma til Keflavíkurflugvallar um kl. 16 í dag. Myndirnar eru teknar með dróna frá Keflavík.
Ljósmyndin með fréttinni var svo af seinni hópnum sem kom um kl. 17.
Myndskeið og ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson