Myndskeið: Mikil breyting á landslagi við eldfjallið
Landslagið á Fagradalsfjalli hefur tekið miklum á síðustu vikum. Umhverfis eldstöðina eru myndavélar frá vísindasamfélaginu og almannavörnum sem vakta svæðið og taka myndir með reglulegum hætti. Gígurinn sem í dag er einráður á svæðinu hefur vaxið gríðarlega. Í myndskeiðinu sér að ofan má sjá gíginn og umhverfi hans þann 1. maí sl. (ekki 1. apríl eins og stendur í skjátexta) og svo einnig í dag. Breytingin er gríðarleg.