Myndskeið: Mikið hraunrennsli frá eldgosinu
Lengd gossprungunnar hefur haldist óbreytt síðustu klukkustundina. Hraunrennsli er áfram til austurs og til vesturs í átt að Grindavíkurvegi. Ekkert hraunrennsli er til suðurs í átt að Grindavík.
Meðfylgjandi myndskeið tók myndatökumaður Víkurfrétta á um kl. 23 í kvöld af eldgosinu og hraunrennslinu við Stóra-Skógfell. Þar er mikið hraunrennsli að sjá.