Myndskeið: Hvert fór góða veðrið?
Það voru mikil vonbrigði hjá mörgum þegar þeir vöknuðu í morgun og kíktu til veðurs. Góða veðrið sem var í gær hafði ekki skilað sér aftur eftir nóttina. En hvert fór veðrið? Víkurfréttir settu upp myndavél rétt fyrir sólsetur í gærkvöldi sem fylgdist með næturhimninum yfir Reykjanesbæ.
Í meðfylgjandi myndskeiði, sem er tæp mínúta, má sjá næturhimininn í Reykjanesbæ og hvernig hann breyttist frá því um kl. 23 í gærkvöldi og til kl. 07 í morgun.