Þriðjudagur 7. júní 2016 kl. 06:05

MYNDSKEIÐ: Hvað er íslenskara en koddaslagur?

Stærsta sjómannahátíð á Íslandi fór fram í Grindavík um nýliðna helgi þegar hátíðin Sjóarinn síkáti fór þar fram. Á Sjómannasunnudaginn fór m.a. fram koddaslagur við Grindavíkurhöfn. Við höldum því fram að fátt sé íslenskara en koddaslagur. Myndatökumaður Sjónvarps Víkurfrétta filmaði nokkur tilþrif í Grindavík á sunnudaginn eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.