Myndskeið frá slökkvistarfinu í nótt
- grunur um íkveikju
Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og frá Isavia var kallað út rétt fyrir kl. 05 í morgun þegar tilkynnt var um eld í gömlu þvottahúsi Varnarliðsins á Ásbrú. Myndatökumaður Víkurfrétta var á vettvangi og tók upp meðfylgjandi myndskeið af slökkvistarfinu.