Myndskeið frá slökkvistarfi í Sandgerðishöfn
Eins og við sögðum frá fyrr í kvöld kom upp eldur í fiskiskipi í Sandgerðishöfn í kvöld. Í spilaranum hér að ofan er myndskeið sem myndatökumaður Víkurfrétta tók á vettvangi.
Tilkynnt var um reyk frá Þristi ÍS 360 í höfninni í Sandgerði. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja sendi fjölmennt slökkvilið á staðinn með tvo dælubíla. Reykkafarar héldu strax inn í skipið og fundu eld í rafbúnaði í vélarrými.