Myndskeið frá björgunaraðgerðum við Bergið í morgun
Eins og greint var frá í morgun rak vélarvana makrílveiðibát upp í Bergið, skammt frá smábátahöfninni í Grófinni í Keflavík. Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang, bæði Björgunarsveitin Suðurnes og þyrla Landhelgisgæslunnar.
Víkurfréttir hafa sett saman myndskeið frá björgunaraðgerðum sem byggt er á myndefni frá Landhelgisgæslunni, Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og myndefni sem Hilmar Bragi tók fyrir Víkurfréttir.