Þriðjudagur 7. júní 2016 kl. 05:00

MYNDSKEIÐ: Bölvuð þokan!

Veðrið síðustu daga hefði alveg mátt vera betra. Það var bongóblíða á föstudaginn og í gær en síðasta helgi olli vonbirgðum hjá einhverjum.

Þoka var nokkuð algeng í liðinni viku og hafði meðal annars áhrif á flugsamgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Bölvuð þokan,“ voru orð sem féllu oft í síðustu viku.

Myndatökumaður Sjónvarps Víkurfrétta setti upp myndavél í glugga á höfuðstöðvum Víkurfrétta. Hún var á upptöku í hálfan sólarhring, frá því um kvöld og til næsta morguns. Myndskeiðinu hefur núna verið þjappað saman í tæplega mínútu og á þeim tíma má sjá hversu óspennandi veðrið var þennan hálfa sólarhring.