Mánudagur 6. júní 2016 kl. 13:55

MYNDSKEIÐ: Árekstrar og vesen á einum stað

- tvær mínútur af óhöppum og rugli frá ralli við Keflavíkurhöfn

Það gekk á ýmsu í bryggjuralli Akstursíþróttafélags Suðurnesja í Keflavík sl. föstudagskvöld. Áður en rallið sjálft byrjaði komu tveir ofurhugar og reyndu ýmsar kúnstir sem samkvæmt myndum Sjónvarps Víkurfrétta gengu misvel.

Þá varð nokkuð harður árekstur við steinvegg þegar einn keppnisbíll hitti ekki á brautina um hafnarsvæðið. Í meðfylgjandi myndbandi, sem er tvær mínútur, hefur allt það sem fór úrskeiðis verið tekið saman í myndskeið.