Myndband vikunnar: Nýliðarnir grýttir með eggjum
Við á Víkurfréttum höfum tekið aragrúa af myndböndum í gegnum tíðina. Nú ætlum við okkur að byrja með nýjan lið þar sem við skoðum myndbandasafn okkar og deilum með lesendum gömlum myndbrotum.
Að þessu sinni rifjum við upp þegar Keflvíkingar voru á leið í Laugardalshöll þar sem þeir kepptu til úrslita gegn Tindastól í bikarkeppninni í körfubolta snemma árs 2012.
Keflvíkingar bregða hér á leik með skemmtilegu upphitunarmyndbandi þar sem eldri leikmenn liðsins, þeir Magnús Gunnarsson og Gunnar Stefánsson skora á nýliðana Val Orra Valsson, Hafliða Brynjarsson og Almar Guðbrandsson í skotkeppni. Að sjálfsögðu fá svo þeir sem tapa ærlega að kenna á því eins og sjá má í myndbandinu.
Erlendu leikmenn Keflvíkinga koma svo sterkir til leiks í lok myndbands þegar þeir spreyta sig á okkar áskæra ylhýra tungumáli. Sjón er sögu ríkari eins og sagt er.