Myndband vikunnar: Muggur KE í mokveiði
Mikil þorksveiði hjá smábátum
Að þessu sinni birtum við myndband úr safni Víkurfrétta frá því í febrúarmánuði 2012, en þá höfðu strákarnir á Muggi KE verið í mokveiði á þorski skammt frá Sandgerði. Skipverjar tóku þessar áhugaverðu myndir af lífi sjómanna fyrir Sjónvarp Víkurfrétta. Mikil þorskveiði var á þessum tíma á miðunum við Suðurnesin.