Myndband vikunnar: Andri Fannar ætlar aldrei að taka dóp
Myndband úr safni Víkurfrétta
Við á Víkurfréttum höfum tekið aragrúa af myndböndum í gegnum tíðina. Nú höfum því farið af stað með nýjan lið þar sem við skoðum safnið okkar og deilum með lesendum gömlum myndbrotum.
Knattspyrnumaðurinn Andri Fannar Freysson varð fyrir því óláni að meiðast nokkuð illa í leik með Njarðvíkingum í maí árið 2012 og þurfti kappinn að fara á sjúkrahús í kjölfarið. Andri fékk lyf til að deyfa sársaukann og má sjá skemmtilegt myndband hér að neðan af Andra þar sem hann er gjörsamlega út úr heiminum í hláturskasti en Andri var svo vænn að deila þessu skemmtilega myndbandi með okkur á sínum tíma.