Föstudagur 4. mars 2022 kl. 14:05

Myndband við Mindless frá Midnight Librarian

Hljómsveitinni Midnight Librarian er um þessar mundir að gefa út tónlistarmyndband fyrir lag af fyrstu plötu sveitarinnar. Myndbandið er við lagið Mindless af fyrstu plötunni, From Birth til Breakfast, sem sveitin gaf út í ágúst í fyrra.

Í Midnight Librarian eru sjö upprennandi tónlistarmenn af Suðurnesjum. Þeir gáfu út fyrrnefnda plötu í fyrra, héldu tvenna útgáfutónleika í kjölfarið sem að seldist upp á og lagið Funky Fresh sem komast á A-lista Rásar 2.

Í tilkynningu frá sveitinni kemur fram að mikil vinna var lögð í myndbandið og eru meðlimir sveitarinnar rosalega ánægðir með útkomuna. Þá er sveitin að vinna að nýju efni sem er væntanlegt á næstunni.