Myndband: Sjáðu fagnaðarlætin þegar Sara sigraði
Rúmlega 100 félagar komu saman í Sporthúsinu
Rúmlega hundrað crossfittarar af Suðurnesjum voru samankomnir í Sporthúsinu á Ásbrú á sunnudag þegar Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fagnaði sigri á Evrópu- og Afríkumótinu í crossfit sem fram fór á Spáni. Lokagreinin var ótrúlega spennandi og sátu æfingafélagar Söru límdir við skjáinn og hvöttu sína konu áfram. Fagnaðarlætin voru mikil í lokin eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.