Myndband og viðtal: Fjordvik frá Helguvík til Keflavíkurhafnar
Sementsflutningaskipið Fjordvik var ferjað frá Helguvík til Keflavíkurhafnar síðdegis á föstudag í umfangsmiklum aðgerðum sem höfðu verið undirbúnar í nokkra daga af sérfræðingum í „skipabjörgunum“.
Víkurfréttir fylgdust með björgunaraðgerðum frá því síðdegis og fram á kvöld þegar skipið kom til hafnar í Keflavíkurhöfn.
VF ræddi við Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóra eftir að flutningunum lauk á föstudagskvöldi. Í innslaginu eru myndir sem sýna vel gang mála frá Helguvík til Keflavíkur.