Myndband: Of Monsters And Men hjá Jimmy Fallon
Hljómsveitin Of Monsters And Men kom í gær fram í spjallþætti Jimmy Fallon en þetta er í fyrsta sinn sem sveitin kemur fram í sjónvarpi þar vestra. Flestir hafa líklega heyrt af sigurgöngu sveitarinnar sem hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu á erlendri grundu. Hér má sjá flutning þeirra á smellinum Little talks úr sjónvarpsþættinum í gær.