Myndband: Grindvíkingar kunna sannarlega að fagna
Leikmenn og áhorfendur fagna sigri gegn Keflavík með stæl
Grindvíkingar fögnuðu sigri sínum gegn Keflvíkingum vel og innilega í leikslok. Eftir leikinn þá tóku leikmenn og áhorfendur sig saman og fögnuðu á sérstakan og skemmtilegan hátt. Það var Alexander Birgir Björnsson sem stýrði fagnaðarlátunum eins og herforingi eins og sjá má í þessu stemnings myndbandi sem fylgir fréttinni.