Fimmtudagur 3. maí 2012 kl. 11:44

Myndband: Gríðarleg fagnaðarlæti í Grindavík



Það voru sannarlega fagnaðarlæti hjá Grindvíkingum í gær enda kom langþráður Íslandsmeistaratitill í hús í gær eftir að Grindvíkingar höfðu sigur á Þórsurum í Þorlákshöfn.

Grindvíkingar tóku vel á móti hetjunum sínum með blysum og tilheyrandi og stemningin var ótrúleg. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá fagnaðarlætin hjá Íslandsmeisturum Grindavíkur sem Víkurfréttir tóku upp í gær.