Sunnudagur 6. maí 2012 kl. 22:09

Myndband: Andri Fannar ætlar aldrei að taka dóp



Knattspyrnumaðurinn efnilegi Andri Fannar Freysson varð fyrir því óláni að meiðast í leik með Njarðvíkingum í dag og þurfti kappinn að fara á sjúkrahús í kjölfarið. Andri fékk lyf til að deyfa sársaukann og má sjá skemmtilegt myndband hér að neðan af Andra þar sem hann er gjörsamlega út úr heiminum og í hláturskasti.