Myndarlegir kvikustrókar við eldstöðvarnar
Það hafa verið myndarlegir kvikustrókar úr gígunum á Sundhnúkasprungunni sem nær allt að Kálffellsheiði milli Litla-Skógfells og Fagradals-Vatnsfells. Veðurstofan kýs að tala um gos norðaustan við Stóra-Skógfell.
Virkni eldgossins hefur verið nokkuð stöðug. Af vefmyndavélum að dæma eru gígbarmar farnir að hlaðast upp. Hraun flæðir að mestu til norðurs en einnig er örlítill hraunstraumur til vesturs.
Myndskeiðið með fréttinni var tekið frá Vogum um kl. 22 í gærkvöldi og má sjá myndarlega gosstróka frá eldstöðinni.