Myndarleg hrauntjörn í Meradölum
Hrauntjörnin við eldstöðina í Meradölum var enn og aftur orðin yfirfull í lok dags í gæt og mikill straumur hrauns rann inn í Meradali. Þaðan rennur hraunið með norður jaðri hraunsins frá 2021 og átti bara um 650 metra eftir að hafti Meradala til austurs, segir í færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands á fésbókinni.
Ingibergur Þór Jónasson, ljósmyndari Víkurfrétta við eldstöðina, tók meðfylgjandi myndskeið við hrauntjörnina í nótt. Ljósmyndir frá nóttinni má einnig sjá hér að neðan.