Fimmtudagur 13. apríl 2017 kl. 20:00

Múslimsk trú og kristni í þætti vikunnar

- hjá Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta

Hin tvítuga Azra Crnac hefur búið á Íslandi alla sína ævi en er ættuð frá Bosníu. Azra aðhyllist íslam eða múslimska trú en aðspurð um trúna segir hún hana snúast um frið og sátt. Hún er í viðtali við Suðurnesjamagasín þessarar viku.
 
Þær Erla Guðmundsdóttir og Eva Björk Valdimarsdóttir eru prestar við Keflavíkurkirkju. Suðurnesjamagasín fékk þær í heimsókn í myndver Víkurfrétta þar sem þær ræddu um lífið og starfið í kirkjunni.
 
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20 og aftur kl. 22. Þáttinn má einnig sjá hér á vf.is í spilaranum hér að ofan.