Mánudagur 6. september 2010 kl. 15:50

Mörg „Vááá“ á flugeldasýningu

Hápunktur Ljósanætur sl. laugardagskvöld var hin árlega flugeldasýning sem er í umsjón Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Eftir hálfgert fárviðri á hátíðarsvæðinu á laugardagskvöldinu þar sem menn óttuðust um tíma um að hátíðarsviðið tækist á loft í mestu látunum urðu algjör umskipti í veðrinu. Skyndilega var orðinn stjörnubjartur himinn og hægur vindur og jafnvel norðurljós gerðu vart við sig. Flugeldum var síðan skotið upp við kjöraðstæður og fengu flugeldameistarar Björgunarsveitarinnar Suðurnes mörg „Vááá!“ frá áhorfendum, enda sýningin glæsileg.
Meðfylgjandi video sýnir hluta sýningarinnar frá síðsta laugardagskvöldi.