MORFÍS er eins og hver önnur íþrótt
VefTV: FS-ingar gera það gott í MORFÍS
Lið FS hefur undanfarin tvö ár komist í undanúrslit í mælsku- og ræðukeppni framhaldsskóla, MORFÍS. Liðið í ár vakti sérstaka athygli fyrir klæðaburð og magnaða frammistöðu. Víkurfréttir heimsóttu liðið á æfingu og komst að því hvernig undirbúningur fyrir keppni gengur fyrir sig. Lið FS er kynnt til sögunnar og keppendur svara því af hverju það er svona gaman að rífast og rökræða fyrir framan fullum sal af fólki.