Mögnuð norðurljós í Suðurnesjamagasíni
Norðurljósin njóta aukinnar hylli og frá áramótum hafa yfir 20.000 ferðamenn farið í skipulagðar norðurljósaferðir hér á landi.
Reykjanesið er vinsæll áfangastaður í þessum ferðum. En það eru ekki bara erlendir ferðamenn að eltast við norðurljós.
Óli Haukur Mýrdal hefur náð góðum tökum á þeirri tækni að fanga norðurljós. Hann ver löngum stundum í þetta áhugamál sitt að veiða norðurljós, eins og hann kallar það.
Það þarf líka mikla þolinmæði þegar mynda á norðurljós eins og kemur fram í meðfylgjandi innslagi úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta.