Milljón krónu snjókoma
Snjórinn sem kom á miðnætti í gær kostar Reykjanesbæ um eina milljón króna í dag. Það er upphæðin sem kostar að kalla út öll snjómoksturstækin sem hafa verið frá því snemma í morgun að moka snjó af götum bæjarins.
Gríðarmikill snjór er nú á Suðurnesjum og má eiginlega segja að allt sé á kafi í snjó. Vindur er hins vegar hægur, þannig að færð er ekki að spillast vegna skafrennings.
Meðfylgjandi myndskeið var tekið á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi