Mikil heilindi og samhljómur - segja framsóknarmenn
„Þetta leggst mjög vel í okkur og við hlökkum mikið til. Meirihlutaviðræðurnar gengu mjög vel, mikil heilindi og samhljómur og við teljum niðurstöðu málefnasamningsins mjög góða fyrir okkur í Framsóknarflokknum,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti Framsóknarflokksins eftir kynningu á nýjum meirihluta í Reykjanesbæ en hann er nýliði í bæjarstjórn.
Víkurfréttir ræddu við Jóhann og Díönu Hilmarsdóttur en hún skipaði annað sætið á lista flokksins fyrir þessar kosningar.