Mikil áskorun fyrir HS Veitur
Síðustu dagar og vikur hafa verið mikil áskorun fyrir HS Veitur. Atburðir í tengslum við eldgosið 8. febrúar eru eitt stærsta einstaka verkefni sem veitufyrirtækið hefur tekist á hendur. Meðfylgjandi er erindi sem Páll Erland, forstjóri HS Veitna, hélt á upplýsingafundi um afhendingaröryggi vatns og raforku sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi.