Sunnudagur 9. maí 2010 kl. 12:32

Menntamálaráðherra: Keilir helsta sóknartækifæri Suðurnesjamanna

Keilir er helsta sóknartækifæri Suðurnesjamanna og til þess horfum við þegar við metum framhaldið, sagði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í ávarpi á þriggja ára afmæli Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á föstudaginn. Katrín sagði að þetta hafi verið ein helsta niðurstaða þjóðfundar sem haldinn var á Suðurnesjum. Katrín undirritaði í gær samning um 108 milljóna króna framlag ríkisins til Keilis. Keilir er í dag orðinn skóli og menntasetur á fjárlögum ríkisins, en hefur síðustu tvö ár verið mótvægisaðgerð vegna aflasamdráttar.


Í meðfylgjandi myndbandi er ávarp Katrínar Jakobsdóttur, sem hún flutti í Keili á föstudaginn.