Miðvikudagur 31. mars 2010 kl. 15:52

Með þyrlu að gosinu - video

Þægilegasta leiðin til að skoða eldgosið á Fimmvörðuhálsi er að fara á gosstöðvarnar með þyrlu. Meðfylgjandi myndskeið fengum við frá Suðurnesjafólki sem skoðaði gosið á Fimmvörðuhálsi á dögunum.

Um páskana má búast við straumi ferðamanna að eldgosinu. Fólk hefur misjafnan háttinn á til að komast til gosstöðvanna, sumir fara fljúgandi, aðrir á faratækjum eins og vélsleðum eða fjallabílum og enn aðrir á tveimur jafnfljótum.