Með Icelandair til Birmingham
– Sjónvarp Víkurfrétta skoðaði næst stærstu borg Englands
Birmingham er næst stærsta borg Englands en hefur vissulega staðið í skugganum af London og síðar Manchester sem vinsæll áfangastaður hjá Íslendingum. Eitthvað hefur hún þó að geyma úr því Icelandair bætti henni á áfangastaðalistann hjá sér og hóf áætlunarflug þangað í febrúar. Birmingham er yngsta borg Evrópu en um 40% íbúa eru yngri en 25 ára. Hún er ákaflega áhugaverð og á án efa eftir að verða vinsæl meðal íslenskra ferðalanga.
Icelandair flýgur tvisvar í viku til borgarinnar, á fimmtudögum og mánudögum. Víkurfréttir voru í fjölmiðlahópi sem sótti borgina heim á dögunum. Meðfylgjandi innslag birtist í Sjónvarpi Víkurfrétta nú í vikunni.