Sunnudagur 4. september 2011 kl. 02:58

Með gúmmíhænu og gómaði þjóf

Ástralskur fjöllistamaður skemmti fólki í miðbæ Keflavíkur í gærdag. Þar sem listamaðurinn gerði jafnvægislistir uppi í stiga með gúmmíönd, drullusokk og hattinn sinn, tók hann eftir því að ungur maður gerði sig líklegan til að stela frá sér peningum sem áhorfendur höfðu kastað til hans á meðan skemmtiatriðinu stóð.

Með góða yfirsýn yfir svæðið gat listamaðurinn beðið þjófinn um að skila peningnum aftur eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem tekið var í miðbænum í gærdag.