Með GoPro í sundlaugarpartýi...
– sundgestir tóku upp hressilegt myndband
Boðið var til sundlaugarpartýs í Vatnaveröld í gærkvöldi. Skemmtunin var fyrir börn í 5. til 7. bekk. Víkurfréttir mættu á staðinn og létu unga fólkið hafa GoPro sem þau léku sér með í sundlauginni. Árangurinn má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.