Með 17 Boeing 747 risaþotur í vinnu - video
Eins og við greindum frá fyrr í dag lenti Boeing 747 400 breiðþota Atlanta flugfélagsins í Keflavík í morgun. Vélin var að koma frá Bandaríkjunum en er á leiðinni til Saudi Arabíu en þar mun hún fljúga með þúsundir pílagríma næstu þrjá mánuðina.
Atlanta flugfélagið er með 17 Boeing 747 risaþotur í sinni starfsemi en ellefu slíkar munu sinna pílagrímaflugi frá miðjum september fram í desember.
Páll Ketilsson tók á móti þotunni í morgun og ræddi við þá Stefán Eyjólfsson og Hannes Hilmarsson frá Atlanta. Viðtalið má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.