Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
laugardaginn 19. júní 2021 kl. 08:52

María Tinna Hauksdóttir í hlutverki fjallkonunnar í Reykjanesbæ

María Tinna Hauksdóttir nýstúdent og dúx frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja var fjallkona á hátíðarhöldum þjóðhátíðardagsins, 17. júní, í Reykjanesbæ.

Hátíðarhöld dagsins voru með óhefðbundnu sniði og athöfnin í skrúðgarðinum í Keflavík var líka á öðrum tíma en vanalega. Nú var þjóðfáninn dreginn að húni kl. 11:00 að morgni. Þá voru hátíðarhöld á fjórum stöðum í Reykjanesbæ með dagskrá fyrir börn.

Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá flutning Maríu Tinnu á ljóðinu Ísland eftir Jóhannes úr Kötlum.